Ekki 80 þúsund kall á klukkutímann

Ekki vildi ég hafa bæjarfulltrúa sem ætti bara að vera bæjarfulltrúi á launum meðan hann situr fundi. Ég tala af reynslu þegar ég fullyrði að það eru ófáar klukkustundirnar sem vinna þarf við upplýsingaöflun, lestur fundargagna og bakgrunns upplýsinga áður en mætt er á klukkustundar fund. Án undirbúnings fyrir fund tel ég lítið gagn í því að mæta yfir höfuð á fundi. Það er því ansi mikil villa í þessu reikningsdæmi um kaup per klukkustund hjá Kristjáni Þór sem bæjarfulltrúa sem haldið var fram af fyrirspyrjanda og eftir því sem ég best veit að Steingrímur J. tók svo undir. Ég geri ráð fyrir því að skynsemis maðurinn Kristján Þór hafi tekið þá góðu ákvörðun að eyða ekki dýrmætum mínútum í þessar útskýringar á framboðsfundinum sem sýndur var beint í RUV í kvöld, enda átti sá fundur ekki að fjalla um bæjarstjórnarmál.


mbl.is Segir Steingrím búa í glerhúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst þetta skot bara ágætt á hann, hann sagði að Eva Joly væri með 400þús á dag svo það getur stunduð borgað sig að hugsa fyrst og tala svo, 400 þús á dag miðað við hans útreikninga gera það að skiptimynt ef hann er með 80þús á tímann, þetta var bara mátulegt á hann. Heldur hann (og þú væntanlega líka fyrst þú ert að verja þetta hjá honum) að Eva Joly geri ekki rassgat þess á milli sem hún er á landinu sem ráðgjafi ? hann gaf það amk í skyn.

Sævar Einarsson, 17.4.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvort sem það er Kristján Þór eða Steingrímur Joð, þá er óeðlilegt að fólk sé í öðrum launuðum störfum með þingstörfunum. Að vísu er Steingrímur ekki að vinna fyrir þessum svokölluðu eftirlaunum núna. Það var líka vegna þess hvað þessari ríkisstjórn þótti þessi eftirlaunalög fáranleg sem þau voru flelld ér gildi. Það að þeir sem þegar tækju lífeyrir eftir lögunum, skyldu halda þeim kann ég ekki að skýra.

Glerhúsið hans Steingríms er því skotheldara en margur heldur.

Sjálfstæðismenn agnúast út í allt og alla sem gætu upplýst um fleiri óhreinindi undir hinum ýmsu teppum út um allt samfélagið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband