25.10.2008 | 15:28
Skipta um orkusala nær ómögulegt
Mig langaði að prófa að skipta um orkusala fyrir húsnæði mitt og sjá hvernig þetta virkaði í raun. Í júní óskaði ég símleiðis við orkufyrirtæki að skipta við það fyrirtæki og gaf upp allar upplýsingar sem óskað var eftir. Ekkert hafði gerst í lok júlí svo ég hafði aftur samband við þetta orkufyrirtæki og ítrekaði beiðni mína og ég óskaði eftir upplýsingum um hvernig þetta gengi fyrir sig. Viðmælandi minn sagði að Netorka væri samræmingaraðilinn en álestur færi fram hjá starfsmanni þess orkufyrirtækis sem ég væri búsett í og þær upplýsingar færu til Netorku. Reikningur fyrir notkun kæmi svo frá því fyrirtæki sem ég óskaði eftir að vera í viðskiptum við. Það er skemmst frá því að segja að þrátt fyrir að ég hefði faxað orkureikninga mína þarna í júlí til þessa orkufyrirtækis sem ég ætlaði að prófa að vera í viðskiptum við og hefði gefið upp kreditkorta númerið mitt fyrir gjaldfærslu á það, þá hefur bara akkúrat ekkert gerst, ég er enn í viðskiptum við gamla orkufyrirtækið. Fyrsta beiðni í júní og ég sé í heimabankanum mínum að reikningur sem greiða á í nóvember er líka hjá mínu gamla orkufyrirtæki.
Augljóst að einhvað er að klikka í þessu ferli hjá einhverjum!
Lítt þróaður orkumarkaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 20:58
Jákvæð hugsun í mótlæti
Það er ánægjulegt að lesa á heimasíðu bridge.is að sonur minn er að gera það gott með liði sínu á ólympíuleikunum í bridge í Bejing í Kína. Þegar 14 umferðir af 17 eru búnar eru þau í 10. sæti af 74. Þau keppa fyrir 28 ára og yngri en Jón Baldurs og co. keppa í opna flokknum, það fóru sem sagt tvö lið frá Íslandi á þessa heimsleika, eitt í hvorum flokki fyrir hönd Íslands. Dóttir mín er í háskólanámi í Kína í alþjóðaviðskiptum svo það er dálítið undarleg tilfinning að bæði börnin séu í Kína núna, ekki hefði mig grunað þetta fyrir um ári síðan.
Ég ákvað í kjölfar þessa ólguástands í efnahagsmálum þjóðarinnar og reyndar heimsins alls og umferðarslyss sem ég lenti í í gærkvöldi þar sem bíllinn minn gjöreyðilagðist og ég slapp ótrúlega vel m.v. aðstæður, að hugsa bara jákvætt og senda frá mér jákvæðar og uppbyggjandi hugsanir. Ég er sem sagt heima hálfvönkuð, toguð og teygð og kemst ekki í vinnu og reyni að tileinka mér að hugsa einungis eins og Pollýanna í samnefndri bók. Er ekki eina leiðin til að lifa þetta af að brosa bara út í annað þegar maður sér íbúðalánið hækka takmarkalaust milli greiðsludaga?
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2008 | 21:35
Árni brýtur ekki lög.
Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 14:00
Transfitusýra í íslenskum matvælum eins og kexi
Það kemur upp í hugann danska rannsóknin á transfitusýrum í íslensku kexi í samanburði við danskt kex sem var gerð á síðasta ári í Danmörku ef ég man rétt. Þar kom fram að íslenska kexið var langt yfir viðmiðum. Hvað ætli að sé að frétta af þessum málum núna? Ætli að breyting hafi orðið á í íslensku framleiðslunni? Það væri gaman og fróðlegt að heyra af því ef einhver veit. Ég verð að viðurkenna að þessar niðurstöður sitja dálítið í mér og þegar ég kaupi kex þá vel ég frekar það danska en það íslenska meðan ég veit ekki stöðuna.
Vilja draga úr notkun transfitusýra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 14:27
"Feitir" einstaklingar greiði meira fyrir flugið.
Má þá ekki í framhaldinu velta fyrir sér að flugfarþegar borgi samkvæmt heildarþyngd sinni og farangurs þar með talinn handfarangur? Ef þetta á að vera spurning um eldneytiskostnað pr. kg. þá væri það rökrétt ekki satt?
Ég væri alveg til í þetta enda er ég alltaf með frekar mikinn farangur en er grönn
Flugfélög hvött til þess að láta feita einstaklinga greiða hærra verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2007 | 17:27
Ökutæki með aftanívagna á 80-90 kílómetra hraða
Ég hef oft velt því fyrir mér hvort það sé ekki arfavitlaust að hafa lægri hraðatakmörk fyrir ökutæki með aftanívagna hérna á Íslandi. Eru ekki flest umferðarslys þegar ökutæki tekur fram úr öðru þar sem einungis er ein akrein í hvora átt? Það eru ekki margir sem hafa þolinmæði til að vera lengi á eftir slíku ökutæki á 80 km hraða eða minni úti á þjóðvegum landsins þegar keyrt er klukkutímum saman milli landshluta. Það er vel skiljanlegt að Evrópuþjóðir hafi þetta svona þar sem akreinar eru tvær eða fleiri í hvora átt. Mín skoðun er sú að best sé að ökutæki séu á sem jöfnustum hraða til að draga úr framúrakstri. Dettur einhverjum í hug að þetta virki þegar þung umferð er t.d út úr borginni síðdegis á föstudögum á sumrin? Þú hefur nú ekki val um annað en að fylgja þeim umferðarhraða sem er á bílalestinni. Best væri að gerð væri lagabreyting um að þar sem ein akrein er í hvora átt á þjóðvegum þá sé sami hámarkshraði fyrir öll ökutæki, burtséð frá því hvort þau eru með aftanívagn eða ekki.
Fjöldi sleppur við hraðasektir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2007 | 18:52
Sakna þess að sjá ekki lengur hvernig veðrið var í dag í veðurfréttum sjónvarpsstöðva.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 15:16
Hætt að blogga um bloggvini.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2007 | 15:10
Allt er þegar þrennt er, enn einn frábær bloggvinur.
Það er erfitt að lýsa nýjasta bloggvini mínum honum Hlyni enda hef ég tekið mér marga daga til að hugsa aftur í tímann frá því ég fyrst kynntist honum. Hann var þá kennari við Menntaskólann á Ísafirði og að mínu mati er hann besti íslenskukennarinn (með ákveðnum greini) sem ég hef heyrt um eða kynnst. Það var sama um hvað spurningarnar fjölluðu, ef þær tengdust íslensku máli þá hafði Hlynur réttu svörin við þeim á augabragði. Frá þessum árum minnist ég þess líka að það var alltaf stutt í glettnina sem kraumaði undir niðri og hann var einstaklega góður að koma fyrir sig orði. Dulur maður sem fór fram með hógværð og var ekkert að hleypa fólki of nálægt sér, vildi hafa sitt einkalíf í friði.
Hlynur starfaði einnig sem blaðamaður og það vita allir sem vilja vita að bestu tímabil Vestfirska fréttablaðsins BB voru þegar hann starfaði þar bæði við fréttaflutning og einnig greinaskrif að ógleymdum opnuviðtölunum sem hann hefur átt við margan manninn (og konuna) í því blaði.
Þegar ég tek þetta saman þá má segja um Hlyn að hann er framúrskarandi íslenskufræðingur, meiriháttar penni með mikla hæfileika en er alltof hógvær til að markaðssetja sjálfan sig. Drengur góður sem á fáa en góða vini og fullt af kunningjum. Þetta er a.m.k. mín sýn, rétt eða röng?!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 22:13
Annar bloggvinur mættur á síðuna og ekki af verri endanum!
Hæ og velkomin Vilborg, það er heiður að hafa þig sem bloggvin.
Ég man þegar ég hitti þig í fyrsta skipti fyrir nokkrum árum. Röggsöm og ákveðin kona sem hafði heiðarleika og hugrekki í farteskinu tók á móti mér. Í ölduróti og átökum léstu ekki bugast og gafst engan afslátt á heiðarleikanum og heilindunum þó á móti blæsi. Það var ánægjulegt að starfa með þér þegar aðstæður voru með þvílíkum ósköpum að flestir hefðu valið auðveldu leiðina og gefist upp eða valið að hafa ekki sannleikann og heiðarleikann í öndvegi, en ekki þú, þú vildir breyta rétt þó það gæti tekið sinn toll. Svona sterkar og heiðarlegar konur eins og þú sem standa á sínu þegar einhver hefur rangt við eru gulls ígildi. Í nútímanum þar sem völd og efnislegir þættir skipa æ stærri sess á kostnað jákvæðra mannlegra þátta eru forréttindi að eiga í lífinu slíka samferðamenn eins og þig.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)