Fyrsti bloggvinurinn

 Stebbifr fyrsti bloggvinurinn.

Það er gaman að hann skuli vera fyrsti bloggvinur minn, bestu þakkir. Ég hef oft kíkt inn á síðuna hans og fundist hún bæði vönduð og skemmtileg. Oft hefur Stebbi verið fyrstur með fréttir af vettvangi stjórnmála, sérstaklega Sjálfstæðisflokks, og bak við fréttirnar hjá honum hafa verið traustar heimildir. Ég man ekki hvort við höfum hist í gegnum árin á landfundum eða öðrum fundum, hann man það kannski betur en ég.


Er í rólegheitum að koma upp síðunni, meira af vilja en kunnáttu.

Það er bara dálítið gaman að taka þátt í umræðum á þessum vettvangi. Eiginlega slysaðist ég inn í þennan bloggheim. Mig langaði að kommenta á blogg hjá ágætis kunningja en þurfti að vera innvígð með notendanafn sem ég leysti bara úr í snarhasti með stofnun bloggsíðu. Næsta skref var að ég skrifaði það sem kom upp í hugann við lestur fréttar í mbl á vefnum og setti í komment við þá frétt. Viti menn! Það var komið samstundis inn á nýstofnaða bloggsíðu mína sem fyrsta blogg mitt. Svona gerast víst hlutirnir í þessum heimi og niðurstaðan er að þetta verður örugglega skemmtilegt eins og allt sem gerist svona tilviljanakennt.

.... ef rýma þyrfti borgina í hvelli

Ég hef oft velt því fyrir mér og tel að hættan sé nú ekki mest vegna olíutankanna, hins vegar ef jarðhræringar, eldgos og slíkt færi af stað þá skulum við gera okkur grein fyrir því að allir reyna að yfirgefa borgina og svæðið á misjafnlega vel útbúnum bílum með hálftóma bensíntanka. ENGIN besíndæla virkar í rafmagnsleysi en það er eitt af því fyrsta sem gerist, rafmagns staurastæður brotna og flutningslínur slitna. Fólk mun upplifa ástandið á vegunum eins og var í den þegar það var fast í bílum sínum á leið til Þingvalla á þjóðhátið vegna ofurálags á vegakerfið eða dæmið frá USA í kjölfar flóðanna þegar fólk var fast á hraðbrautum í bílum sínum vegna bensínleysis.  Eina leiðin til að tæma borgina er að koma fólkinu um borð í skip sem liggja við hafnarsvæði og sigla með fólkið á öruggt svæði t.d. Ísafjörð, Akureyri eða Austfirði og þar sem fjöldinn er mikill verður að fljúga flugvélum frá Keflavík til þessara staða og ferja fólkið til nágrannalandanna þar sem EKKERT sveitarfélag hér á landi hefur nægt húsnæði til að taka við allt að því 80% landsmanna. Er það ekki fjöldinn sem býr á stór Reykjavíkursvæðinu? Það ættu flestir að geta gengið niður á Sundahöfn eða Reykjavíkurhöfn niðri í bæ, aðrir gætu ferðast með strætó sem yrði eina farartækið sem mætti nota innanbæjar auk sjúkrabíla og lögreglu ef þessi staða kæmi upp. Alltaf gott að velta svona fyrir sér og þá koma fram ótal sjónarhorn sem vonandi færa okkur nær þokkalega upplýstri niðurstöðu að lokum.
mbl.is Ók tvisvar í gegnum radarmælingu lögreglu á of miklum hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband