Fyrsti bloggvinurinn

 Stebbifr fyrsti bloggvinurinn.

Það er gaman að hann skuli vera fyrsti bloggvinur minn, bestu þakkir. Ég hef oft kíkt inn á síðuna hans og fundist hún bæði vönduð og skemmtileg. Oft hefur Stebbi verið fyrstur með fréttir af vettvangi stjórnmála, sérstaklega Sjálfstæðisflokks, og bak við fréttirnar hjá honum hafa verið traustar heimildir. Ég man ekki hvort við höfum hist í gegnum árin á landfundum eða öðrum fundum, hann man það kannski betur en ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð orð Sigríður Hrönn.

Virkilega gaman að verða bloggvinur þinn. Takk fyrir góð orð um vefinn minn. Það er virkilega gaman að skrifa og fjalla um málin. Þetta er góður vettvangur fyrir mann að tjá sig um það sem er að gerast, bæði stóru fréttirnar og allt hið smáa í hversdeginum líka.

Við höfum nú hist á landsfundi en ekki spjallað mikið. Við bætum úr því á næsta landsfundi. Það er reyndar dálítið langt í næsta landsfund, en hann verður mjög skemmtilegur.

bestu kveðjur

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.7.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Gaman að sjá þig, Sigga Hrönn! Tek fram, að rótgróinn höfnunarótti minn veldur því að ég bið mér aldrei bloggvina ...

Hlynur Þór Magnússon, 8.7.2007 kl. 20:37

3 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sömuleiðis Hlynur gaman að sjá þig. Ég vil gjarnan vera bloggvinur þinn en í sannleika sagt þá er ég svo ný í þessum bloggheimi að ég kann ekki aðgerðina til að fullkomna verkið. Þú værir kannski tilbúinn að sjá um þá hlið málsins?

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 8.7.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband