Árni brýtur ekki lög.

Árni brýtur ekki lög er varða lögheimili eftir því sem ég best veit, en alþingismenn hafa verið undanþegnir ákvæði laga um að lögheimili skuli vera þar sem þeir halda heimili. Þegar menn blogga um undanþágu Páls Péturssonar fyrrv. ráðherra og Sigrúnar Magnúsdóttur fyrrv. borgarfulltrúa, þá var þeirra undanþága um að þau ættu lögheimili á SINN HVORUM STAÐNUM en í lögum um búsetu eiga hjón að eiga lögheimil á sama stað, en hún varð að hafa lögheimili í Reykjavík til að uppfylla skilyrði fyrir því að vera borgarfulltrúi og á því er engin undanþága.
mbl.is Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Úr lögum um lögheimili.

1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.

Þú ert líklega að tala um landsbyggðarþingmenn sem fluttu frá lögheimili sínu á höfuðborgarsvæðið til að taka þátt í þingstörfum þegar þú talar um undanþágur?

Það var eðlilegt og óhjákvæmilegt annars gætu þeir ekki tekið þátt í þingstörfum. Þannig áttu landsbyggðarbingmenn áfram sitt lögheimil óbreitt þótt þeir dveldu yfir þingið í Reykjavík.

En mál Árna er allt annar hlutur. Það er reyndar alveg þveröfugt. Hann hefur alltaf átt búsetu í Hafnafirði. Hann flutti bara lögheimilið. Á því lögheimili hefur hann aldrei búið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.6.2008 kl. 00:52

2 Smámynd: Sigríður Hrönn Elíasdóttir

Sæll Axel

Árni segist hafa búið í þrjá mánuði á síðasta ári þar sem hann er með lögheimili. Sem fyrrverandi íbúi á landsbyggðinni og sveitarstjórnarmaður, þá get ég upplýst að það er mikill þrýstingur frá íbúum og sveitarfélögum að þingmenn þeirra hafi lögheimili í því kjördæmi sem þeir eru þingmenn fyrir. Árni hefur mjög trúlega verið að svara þessu kalli úr sínu kjördæmi.

Fyrir Árna og fjölskyldu getur þetta haft óþægindi í för með sér. Fyrir fjölskyldufólk með börn skapar þetta óþægindi, sérstaklega vegna grunnskóla, leikskólaplássa, tónlistarnáms og ýmissa íþrótta- og tómstundastarfa sem styrkt eru af sveitarfélögum og miðast við að íbúar hafi lögheimili í því sveitarfélagi. Hins vegar þekkist það að sveitarfélög sendi reikninga vegna þessara barna til þess sveitarfélags sem einstaklingar hafa lögheimili í og veiti þeim sama forgang til þjónustunnar.

Sigríður Hrönn Elíasdóttir, 6.6.2008 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband